Í dag hefði móðir mín, Herdís, orðið 65 ára. Það er ótrúlegt að það séu liðin næstum 10 ár frá því að hún dó. Á svona dögum fara minningar á kreik og ég var að rifja upp með sjálfum mér ýmislegt úr Hátúninu í Keflavík. Væntanlega eru þetta margar minningar í einni.
Þetta hefur verið seinni part dags. Ég var kominn heim úr skólanum og mamma sat á móti mér við eldhúsborðið. Hún var að spá í það hvað ætti að kokka ofan í liðið og er á sama tíma að teikna "krúsídúllur" á spássíuna á Morgunblaðinu.
Þetta er einhver "mynd" sem ég hef haft í huganum í dag. Stundum fékk maður moggann í hendur og þá var búið að teikna á fjöldan allan af spássíum alls konar blóm og munstur.
Þetta er það sem ég er að hugsa um í dag.
Bið vini og vandamenn að tendra kerti í dag fyrir móður mína hana Herdísi.
Arnar Thor
PS: Íris Elfa dóttir Dodda (Þorkels) bróður mömmu á líka afmæli í dag.
Þetta hefur verið seinni part dags. Ég var kominn heim úr skólanum og mamma sat á móti mér við eldhúsborðið. Hún var að spá í það hvað ætti að kokka ofan í liðið og er á sama tíma að teikna "krúsídúllur" á spássíuna á Morgunblaðinu.
Þetta er einhver "mynd" sem ég hef haft í huganum í dag. Stundum fékk maður moggann í hendur og þá var búið að teikna á fjöldan allan af spássíum alls konar blóm og munstur.
Þetta er það sem ég er að hugsa um í dag.
Bið vini og vandamenn að tendra kerti í dag fyrir móður mína hana Herdísi.
Arnar Thor
PS: Íris Elfa dóttir Dodda (Þorkels) bróður mömmu á líka afmæli í dag.
Ummæli